Kennarar

 Auður Haraldsdóttir

Auður er lærður danskennari með mikla reynslu í danskennslu. Hún er með íslenskt danskennarapróf ásamt Licentiate grade í Ballroom og Latin dönsum og stofnaði sinn eigin dansskóla 1983. Auður er framkvæmdastjóri og yfirkennari í DÍH og einnig haldið Lottó Open danskeppnina í samvinnu með foreldrafélagi DÍH. Auður kennir barna- og samkvæmisdansa í öllum flokkum hjá DÍH. Auður hefur starfað í stjórn Danskennarasambands Íslands til margra ára og er varaforseti sambandsins. Auður með alþjóðleg dómararéttindi hjá WDSF og hjá WDC.

 

 Andrea Sigurðardóttir

Andrea kennir Street Jazz og Freestyle hjá DÍH á þriðjudögum og fimmtudögum í íþróttahúsi Setbergsskóla. Hún hefur mikla reynslu í danskennslu og kennt hjá félaginu í nokkur ár. Andrea hefur tekið þátt í fjölmörgum danssýningum hér heima og erlendis. Hún er mjög vinsæl  meðal nemenda sinna og mikil tilhlökkun ár hvert hjá krökkunum okkar að hitta okkar yndislegu Andreu.

 

 Maxim Petrov

Max er danskennari í DÍH og þjálfar keppnispör. Hann er fyrrverandi keppnisdansari og keppti fyrir Rússland og náði mjög góðum árangri í Latin dönsum. Síðast dansaði hann fyrir Ísland með dansdömunni sinni frá Íslandi henni Elísabetu og gekk þeim mjög vel og kepptu bæði á HM og EM fyrir Ísland. Max hefur kennt hjá DÍH í allt að 15 ár og þjálfað pörin okkar með miklum sóma og hafa þau með hans hjálp náð mjög langt í Blackpool, International og Copenhagen Open.            Max sigraði þáttinn Allir Geta Dansað með dansdömunni sinni henni Jóhönnu Guðrúnu sem sýndir voru á Stöð 2 síðastliðinn vetur !!

 

 Hannes og Helga Dögg

Helga Dögg og Hannes eru fyrrverandi keppnisdansarar sem bæði náðu mjög langt í dansinum með sínum dansfélugum. Þau þjálfa nú keppnispörin okkar í DÍH. Helga Dögg er með hóp- og einkatíma og Hannes tekur þau í styrktarþjálfun. Helga Dögg er menntaður sálfræðingur og með mikla reynslu í dansinum og Hannes er menntaður Ballett kennari og dansar og semur verk fyrir Íslenska Listdansflokkinn.

 

 Javier Valino

Javier er flottur dansari sem kennir Break Dance  og Salsa hjá DÍH. Hann hefur mikla dansreynslu, hefur keppt í 14 ár ár í samkvæmisdönsum og orðið íslandsmeistari í Latin dönsum. Einnig hefur hann dansað í Break danshópum sem hafa sýnt víða um land og vakið mikla athygli þar á meðal einu elsta Break hóp Íslands, Element Crew. Hann er mjög vinsæll Break Dance kennari og kennt þessa dansa hjá DÍH í mörg ár. Tímarnir í Break eru á þriðjud. og fimmtud. kl. 17.00  í íþróttahúsi Setbergsskóla. Tímar í Salsa, Merenge og Carabian Latin eru í Bjarkarhúsinu. Mikið stuð og stemmning !!!!

 

 Nikita og Hanna

Nikita og Hanna eru hjón sem kenna hjá okkur, Nikita kennir Latin dansa og Hanna Rún kennir Latin og Standard dansa. Þau hafa hætt að keppa í atvinnuflokki og dansar Hanna Rún við Sigurð Má Atlason.

 Alex Freyr Gunnarsson

Það er mikill heiður fyrir DÍH að fá til liðs í kennarahópinn hann Alex Frey danssnilling. Hann dansar við hana Katju frá Rússlandi og keppa þau einnig fyrir hönd DÍH á mótum hér heima og fyrir Ísland á keppnum erlendis. Alex Freyr hefur náð langt í keppnisdansi og er einn okkar besti Ballroom dansari landsins. Hann kennnir Ballroom í einkatímum og hóptímum hjá DÍH.

 

 Adam og Karen

Adam og Karen eru lærðir danskennarar með mikla og góða reynslu í samkvæmisdönsum. Þau urðu á sínum dansferli heimsmeistarar í 10 dönsum í flokki atvinnumanna hjá WDC og urðu fyrst allra íslendinga að ná þeim titli. Þau þjálfa keppnispörin okkar bæði í hóp- og einkatímum. Þau eru einnig landliðsþjálfarar hjá DSÍ.

 

 Lilja Guðmundsdóttir

Lilja hefur stundað samkvæmisdansa frá unga aldri og keppt með góðum árangri með dansherrunum sínum, bæði hérlendis og erlendis, en hún bjó um tíma í Frakklandi og dansaði þar og keppti og kenndi Latin, Zumba og Salsa dansa. Hún hefur alltaf verið í Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar og þegar hún bjó erlendis þá keppti hún fyrir Ísland. Hún aðstoðar í keppnishópum og þjálfar upp þrek og þol keppnisparanna okkur.