Street Jazz
Street Jazz er nýjasta æðið í dansheiminum í dag ! Þetta eru rosa skemmtilegir danstímar þar sem dansað er út í eitt. Mikið púl, góð upphitun og meiriháttar mikið fjör 🙂 Tímarnir verða á þriðjud. og fimmtud. kl. 17:30 6-9 ára og kl. 18:30 10-13 ára, í íþróttahúsi Setbergsskóla. Kennari er Andrea Sigurðardóttir. Nemendasýning og ball í lokin.
Jazzleikskólinn fyrir 3 – 4 ára. Frítt námskeið.
Mjög léttir og þroskandi barnadansar.Farið í leiki, sungið og kennt undirstaðan fyrir almennan dans. Foreldrar eru velkomnir með að sitja inni með börnunum. Kennt á laugardögum kl. 09.50 og kl. 10:30 í Bjarkarhúsinu. Tíminn er í 40 mín. Límmiðar í verðlaun í lok hvers danstíma. Aðalkennari er Auður Haraldsdóttir danskennari ásamt Ástrósu Traustadóttur, Helgu Dögg Helgadóttir og góðu aðstoðarfólki. Nemendasýning og ball í lokin.
Samkvæmisdansar fyrir börn og unglinga.
Kenndir eru hefðbundnir samkvæmisdansar fyrir byrjendur og framhald.
4-6 ára æfa 2x í viku. Kennt á fimmtud. kl. 17.00-17.50 og á laugard. kl. 11.15-12.00.
7-11 ára æfa 2x í viku. Kennt á miðv. kl. 17.00-17.50 og á laugard. kl. 12.00-12.50
Kynningarnámskeið 9-12 ára byrjendur fá frítt fram að jólum. Kennt á laugard.kl. 12.00
Keppnishópur frh/meistaraflokkur barna og unglinga æfir 4x í viku, 2x í 90 mín og 2x í tvo klukkutíma. Pör og einstaklingar sem eru komin í efstu getustig á danskeppnum.
Einkatímar eru bókaðir eftir samkomulagi. Kennarar eru Auður Haraldsdóttir, Helga Dögg Helgadóttir, Nikita og Hanna Bazev, Ástrós Traustadóttir, Sigurður Már Atlason sigurvegari úr sjónvarpsþættunum “Allir geta dansað” ásamt góðu aðstoðarfólki.
Gestakennar: Nico&Sara, Alex&Katya, MaximPetrov ásamt feiri erlendum þjálfurum.
Nemendasýning og ball í lokin.
Batchata
með Lilju Guðmundsdóttur á mánudögum í DÍH.