Jazzleikskólinn fyrir 3 – 4 ára. Frítt námskeið.
Mjög léttir og þroskandi barnadansar.Farið í leiki, sungið og kennt undirstaðan fyrir almennan dans. Foreldrar eru velkomnir með að sitja inni með börnunum. Kennt á laugardögum kl. 09.40 og 10:30 í Bjarkarhúsinu. Tíminn er í 40 mín. Límmiðar í verðlaun í lok hvers danstíma. Aðalkennari er Auður Haraldsdóttir danskennari ásamt góðu aðstoðarfólki. Nemendasýning og ball í lokin.
Samkvæmisdansar fyrir börn og unglinga.
Kenndir eru hefðbundnir samkvæmisdansar fyrir byrjendur og framhald. 5-7 ára æfa 2x í viku. Kennt á fimmtud. kl. 16.40-17.30 í FH og á laugard. kl. 11.15-12.00 í Björkinni. 8-11 ára æfa 2x í viku. Kennt á miðv. kl. 16.40-17.30 í FH og á laugard. kl. 12.00-12.50 í Björkinni . Þessi hópur æfir með keppnishóp eldri á fimmtud. kl. 17.30-19.30 í FH. Kynningarnámskeið 9-12 ára byrjendur fá frítt fram á vor. Kennt á laugard.kl. 12.00 Keppnishópur frh/meistaraflokkur DÍH æfir 4x í viku í tvo klukkutíma í senn. Einkatímar eru bókaðir eftir samkomulagi. Kennarar eru Auður Haraldsdóttir, Adam Reeve, Aron Logi Hrannarsson, Maxim Petrov, Helga Dögg Helgadóttir, Nikita og Hanna Bazev, Ástrós Traustadóttir, Sigurður Már Atlason sigurvegari úr sjónvarpsþættunum “Allir geta dansað” ásamt góðu aðstoðarfólki. Gestakennar: Nico&Sara og Alex&Katya. Nemendasýning og ball í lokin.
Batchata
með Lilju Guðmundsdóttur á mánudögum í DÍH.
Salsa&Latin með Hönnu Rún.
Kenndir eru fjörugir Latin dansar og Salsa grunnspor fyrir hressar dömur á miðvikud. kl. 18.30 og fyrir hjón og pör á miðvikud. kl. 19.30. Kennt í 5 vikur. Kennslan fer fram í Bjarkarhúsinu og hefst miðvikudaginn 18.september.