Lög félagsins

1. Grein.

1. Nafn félagsins er Dansíþróttafélag Hafanrfjarðar (kt. 601196-2019)

2. Aðsetur félagsins og varnarþing er í Hafnarfirði.

3. Félagið er aðildarfélag í DSÍ og IBH

4. Félagsmaður getur hver sá orðið sem hlítur samþykki stjórnar félagsins. Félagsmanni ber að starfa að málefnum félagsins í samræmi við lög þess og samþykktir sem gerðar eru á almennum fundum eða stjórnarfundum. Stjórn er heimilt að vísa inntökubeiðnum til ákvörðunar félagsfundar.

2. Grein.

Markmið:

Markmið félagsins er að iðka dansíþróttina, glæða áhuga á dansíþróttinni og stuðla að bættri aðstöðu til iðkunnar hennar.

3. Grein.

Stjórn:

Málefnum félagsins stjórna:

a) Aðalfundur

b) Stjórn

Reikningsár félagsins er almanaksárið

4. Grein

Aðalfundur:

1. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins.

2. Aðalfund sitja stjórn félagsins og aðrir félagsmenn.

3. Aðalfund skal halda í marsmánuði ár hvert. Boða skal fundinn með minnst 14 daga fyrirvara. Aðalfund skal boða með auglýsingu á áberandi stað. Í auglýsingu skal dagskrá fundar koma fram.

4. Málefni sem félagar óska að tekin verði fyrir á fundinum, skulu tilkynnt stjórn félagsins minnst 1 viku fyrir fund.

5. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað.

6. Tillögur að lagabreytingum skulu liggja frammi a.m.k. 14 dögum fyrir aðalfund.

7. Á fundinum hafa félagsmenn og eða fulltrúar þeirra atkvæðisrétt, en allir eiga rétt á þingsetu og hafa þar málfresi og tillögurétt:

8. Aðeins sá félagi (eða fulltrúi hans) sem greitt hefur félagsgjöld er kjörgengur

9. Hver félagi hefur aðeins 1 atkvæði.

10. Fundur getur með 2/3 atkvæða viðstaddra leyft að taka fyrir mál, sem komið er fram, eftir að dagskrá fundarins var auglýst.

11. Á aðalfundi skulu mál tekin fyrir í þeirri röð sem hér segir:

a) Setning.

b) Kosnir fastir starfsmenn fundarins.

c) Skýrsla stjórnar.

d) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.

e) Umræður um skýrslu og reikninga.

f) Reikningar bornir undir atkvæði.

g) Lagabreytingar.

h) Lagðar fram tillögur.

i) Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunnamanna skv. 5. gr. Laga félagsins. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála

j) Önnur mál.

k) Fundarslit.

5. Grein.

Starfssvið stjórnar:

Stjórninni ber að gæta hagsmuna félagsins í öllum greinum og framkvæma ályktanir funda. Hún hefur umráð yfir eigum þess og boðar til funda. Aðalstjórn ber ábyrgð á fjármálum félagsins. Stjórnin getur enga fullnaðarákvörðun tekið, nema þrír stjórnarmenn séu henni fylgjandi. Stjórnin getur vikið mönnum úr félaginu álíti hún framkomu þeirra til vansa. Þó getur viðkomandi óskað þess að málið verði tekið fyrir á félagsfundi.

6. Grein.

Lagasetning / breyting:

Lögum verður ekki breytt nema á aðalfundi og þá með 2/3 hluta atkvæða viðstaddra atkvæðisbærra. Auglýsa skal lagabreytingar í fundaboði til aðalfundar.

7. Grein.

Ársgjald félagsins skal ákveða á aðalfundi ár hvert .

Gjalddagi skal vera 1. september ár hvert.

Greiði félagsmaður ekki ársgjald fyrir tiltekinn tíma, er heimilt að setja hann á skrá yfir óhlutgengna félaga, sem hafa ekki leyfi til að keppa fyrir félagið.

 

8. Grein.

Aukafundur:

Alla boðunar- og tilkynningarfresti til aukafundar má hafa helmingi styttri en til reglulegs fundar. Á aukafundi má ekki gera lagabreytingar og aðeins kjósa bráðabirgðarstjórn.

Að öðru leyti gilda sömu reglur og um aðalfund.

9. Grein.

Félag lagt niður:

a) Tillögur um að leggja félag niður má aðeins taka fyrir á lögmætum aðalfundi.

b) Til samþykktar þarf minnst 2/3 hluta atkvæða.

c) Tillaga um að fella niður félag skal koma fram í fundarboði.

d) Sé samþykkt að leggja félag niður skal boða til aukafundar til að staðfesta niðurstöðuna.

e) Eignir og eða skuldir félagsinns skulu renna til IBH

10. Grein.

Önnur ákvæði:

Um þau atriði, sem ekki eru tekin fram í lögum þessum, gilda ákvæði í lögum ÍSÍ eða DSÍ eftir því sem við á.