Street Jazz
Street Jazz er nýjasta æðið í dansheiminum í dag ! Þetta eru rosa skemmtilegir danstímar þar sem dansað er út í eitt. Mikið púl, góð upphitun og meiriháttar mikið fjör 🙂 Tímarnir verða á þriðjud. og fimmtud. kl. 17:00 8-10 ára ára, kl. 18:00 11-14 ára, í Íþróttahúsi Setbergsskóla. Kennari er Andrea Sigurðardóttir. Nemendasýning og grímuball innifalið.
Break Dance
Break Dance er kennt á mánud. og laugard. í Bjarkarhúsinu.
Kennari er Javier Valino. Hann hefur góða reynslu í þessum dönsum og kennt hjá okkur í mörg ár. Javier keppti í sjónvarpsþáttunum Allir Geta dansað. Nemendasýning og ball í lokin. Þau sem hafa verið lengst æfa í sértímum og einnig með þeim sem eru að byrja.
Jazzleikskólinn fyrir 3 – 4 ára.
Mjög léttir og þroskandi barnadansar, farið í leiki, sungið og kennt undirstaðan fyrir almennan dans. Foreldrar eru með ef börnin óska eftir því. Kennt á laugardögum kl. 10:20 í Bjarkarhúsinu. Tíminn er í 40 mín. Aðalkennari er Auður Haraldsdóttir danskennari ásamt góðu aðstoðarfólki. Nemendasýning og ball í lokin.
Samkvæmisdansar fyrir börn og unglinga.
Kenndir eru hefðbundnir samkvæmisdansar fyrir byrjendur og framhald. Aldursflokkar eru 5 – 9 ára, keppnishópur barna og unglinga og keppnishópur fullorðinna. Þessir hópar æfa 2x-3x í viku og boðið upp á einkatíma eftir samkomulagi.
Kennarar eru Auður Haraldsdóttir danskennari, Helga Dögg Helgadóttir, Maxim Petrov, Sigurður Már Atlason sigurvegari úr sjónvarpsþættunum “Allir geta dansað” ásamt góðu aðstoðarfólki.
Hjónahópar / Parahópar
Hjóna- og para hópar, 6 vikna námskeið.
Tjútt – Mambó – Gömlu dansarnir – Partý dansar – Suðuramerískir dansar og Standard dansar.
Byrjenda- og framhaldshópar. Kennt í Kaplakrika, glæsilegum veislusal á vegum FH og í Bjarkarhúsinu. Frábærir danstímar þar sem farið er vel í hvern dans fyrir sig. Kennari Auður Haraldsdóttir ásamt aðstoðarfólki.
Keppnishópar í samkvæmisdansi.
Hægt er að stunda samkvæmisdans sem keppnisíþrótt.
Þau sem eru lengra komin í keppnisíþróttinni æfa 3x – 4x í viku og taka jafnvel fasta einkatíma samhliða hóptímum. Erlendir gestakennarar koma reglulega og kenna þessum pörum og fylgjast með þeim á keppnum erlendis.
Danspör geta keppt á danskeppnum erlendis þegar þau eru komin í efsta þrep í dansi með grunnaðferð.
SALSA, ZUMBA


Salsa Singles. Ekki þarf að mæta með dansfélaga. 10 vikna námskeið. Kennari Javi Valino úr sjónvarsþáttunum “Allir geta dansað”. Kennt á mánud. og miðvikud. í Bjarkarhúsinu.