Námskeiðin

Street Jazz

Street Jazz er nýjasta æðið í dansheiminum í dag ! Þetta eru rosa skemmtilegir danstímar þar sem krakkar dansa út í eitt, mikið púl en meiriháttar mikið gaman 🙂 Tímarnir verða á þriðjud. og fimmtud. kl. 18.00 10 ára og yngri og 19.00 11 ára og eldri í Íþróttahúsi Setbergsskóla.Kennari er Andrea Sigurðardóttir. Nemendasýning og jólaball.

 

Break Dance

Break Dance er kennt á þriðjud. og fimmtud. í Íþróttahúsi Setbergsskóla kl. 17.00
Javier Valino kennir. Hann hefur góða reynslu í þessum dönsum og kennt hjá okkur í mörg ár. Javier keppti í sjónvarpsþáttunum Allir Geta dansað. Nemendasýning og ball í lokin.

 

Jazzleikskólinn, fyrir 3. – 4 ára

TILBOÐ – TILBOÐ
Tveir fyrir einn !
Mjög léttir og þroskandi barnadansar, farið í leiki, sungið og kennt undirstaðan fyrir almennan dans. Foreldrar eru með í fyrsta tímanum og svo verður nemendasýning og ball í lokin. Kennt á laugardögum kl. 10.30 í Bjarkarhúsinu. Heitt á könnunni. Aðalkennari er Auður Haraldsdóttir danskennari ásamt góðu aðstoðarfólki.

 

Samkvæmisdansar fyrir börn.

Kenndir eru hefðbundnir samkvæmisdansar fyrir byrjendur og framhald. Aldursflokkar eru 4-6 ára, 5-7 ára og 8-11 ára.Þessir hópar æfa 2x-3x í viku og boðið upp á einkatíma eftir samkomulagi.
Kennarar eru Auður Haraldsdóttir danskennari, Maxim Petrov og Javi Valino dansarar úr sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað ásamt góðu aðstoðarfólki.

Hjónahópar / Parahópar

Hjóna- og para hópar, 10 vikna námskeið.
Tjútt – Mambó – Gömlu dansarnir – Partý dansar – Suðuramerískir dansar og Standard dansar.
Byrjenda- og framhaldshópar. Frábærir danstímar.  Kennt í Bjarkarhúsinu á mánudagskvöldum. Kennari Auður Haraldsdóttir ásamt aðstoðarfólki.

 

Keppnishópar barna og unglinga

Hægt er að stunda samkvæmisdans sem keppnisíþrótt.
Þau sem eru lengra komin í keppnisíþróttinni æfa 4x í viku og taka jafnvel fasta einkatíma samhliða hóptímum. Erlendir gestakennarar koma reglulega og kenna þessum pörum og fylgjast með þeim á keppnum erlendis.
Danspör geta keppt á danskeppnum erlendis þegar þau eru komin í efsta þrep í dansi með grunnaðferð.

 

Team DÍH

Keppnishópur DÍH samanstendur af danspörum sem keppa í frjálsri aðferð (Meistaraflokki). Þetta eru afrekspörin okkar sem stunda dansinn af fullri alvöru og eru flest komin í heimsklassa.Þessi pör æfa 4x-5x í viku hóptíma,2 -3 klukkutíma í senn og taka öll einkatíma samhliða hóptímum hjá okkar frábærum kennurum sem kenna hjá DÍH. Mikill agi og einbeiting er á öllum æfingum og eru allir að berjast um að leggja sig 100% fram. DÍH býður þessum pörum upp á íþróttatíma, Ballett og styrktaræfingar og fleira spennandi samhliða samkvæmisdanstímunum. TEAM DÍH hópurinn keppir mikið erlendis á alþjóðlegum keppnum og myndast þá oft mikill keppnisandi meðal paranna sem styðja vel við bakið á hvort öðru þó að öll séu þau að etja kappi við hvort annað.

 

SALSA

Salsa,Bachata og Mereng. Ekki þarf að mæta með dansfélaga. 10 vikna námskeið. Kennari Javi Valino úr sjónvarsþáttunum Allir geta dansað.