Námskeiðin

Street Jazz

Street Jazz er nýjasta æðið í dansheiminum í dag ! Þetta eru rosa skemmtilegir danstímar þar sem krakkar dansa út í eitt, mikið púl en meiriháttar mikið gaman 🙂 Tímarnir verða á þriðjud. og fimmtud. kl. 18.00 10 ára og yngri og 19.00 11 ára og eldri í Íþróttahúsi Setbergsskóla.Kennari er Andrea Sigurðardóttir. Nemendasýning og jólaball í lokin.

 

Break og Hip Hop

Break og Hip Hop er kennt á þriðjud og fimmtud. í Íþróttahúsi Setbergsskóla kl. 17.00
Javier Valino kennir Break, hann hefur góða reynslu í Break dönsum. Nemendasýning og jólaball í lokin.

 

Jazzleikskólinn, fyrir 3. – 5 ára

Mjög léttir og þroskandi barnadansar, farið í leiki, sungið og kennt undirstaðan fyrir almennan dans. Foreldrar eru með í fyrsta tímanum og svo verður nemendasýning og jólaball í lokin. Kennt á mánudögum kl. 16.20 og á  laugardögum kl. 10.30 í Bjarkarhúsinu. Heitt á könnunni.  Kennarar eru Auður, Hanna Rún og Sóley Ósk.

 

Samkvæmisdansar fyrir börn.

Kenndir eru hefðbundnir barnadansar og samkvæmisdansar. Sjá upplýsingar undir “Stundafla” hér á síðunni. Hópur barna 5-7 ára æfir 2x í viku, á mánud. kl. 17.00 og á laugard. kl. 11.15.  Einnig er hópur á laugard. kl. 12.15 fyrir 6-10 ára sem æfa alltaf 1 x í viku. 11 ára og yngri keppnisflokkur barna sem keppa í 3&3 og 4&4 dönsum æfa 2x í viku í sér tímum og síðan 2x í viku með Team DÍH. Kennt í Bjarkarhúsinu.

 

Hjónahópar / Parahópar

Hjóna- og para hópar, 8 vikna námskeið.
Tjútt – Mambó – Gömlu dansarnir – Partý dansar – Suðuramerískir dansar og Standard dansar.
Byrjenda- og framhaldshópar. Frábærir danstímar. Mánud. kl. 19.00 mæta byrjendur og kl. 20.00 mætir framhald. Kennt í Bjarkarhúsinu. Kennari Auður Haraldsdóttir ásamt aðstoðarfólki.

 

Keppnishópar barna og unglinga

Hægt er að stunda samkvæmisdans sem keppnisíþrótt.
Þau sem eru lengra komin í keppnisíþróttinni æfa 3x – 4x í viku og taka jafnvel fasta einkatíma samhliða hóptímum. Erlendir gestakennarar koma reglulega og kenna þessum pörum og fylgjast með þeim á keppnum erlendis.
Danspör geta keppt á danskeppnum erlendis þegar þau eru komin í efsta þrep í dansi með grunnaðferð. DÍH fer á hverju ári með hópa erlendis að keppa og má þar nefna Blackpool og Copenhagen Open, svo og danskeppnir í London.

 

Team DÍH

Keppnishópur DÍH samanstendur af danspörum sem keppa í frjálsri aðferð (Meistaraflokki). Þetta eru afrekspörin okkar sem stunda dansinn af fullri alvöru og eru flest komin í heimsklassa.Þessi pör æfa 5x í viku hóptíma,2 -3 klukkutíma í senn og taka öll einkatíma samhliða hóptímum hjá okkar frábærum kennurum sem kenna hjá DÍH. Mikill agi og einbeiting er á öllum æfingum og eru allir að berjast um að leggja sig 100% fram.DÍH býður þessum pörum upp á íþróttatíma, Ballett og styrktaræfingar og fleira spennandi samhliða samkvæmisdanstímunum. TEAM DÍH hópurinn keppir mikið erlendis á alþjóðlegum keppnum og myndast þá oft mikill keppnisandi meðal paranna sem styðja vel við bakið á hvort öðru þó að öll séu þau að etja kappi við hvort annað.

 

SALSA

Salsa,Bachata og Merenge er kennt á fimmtudögum kl. 20.00 í íþróttahúsi Setbergsskóla. Ekki þarf að mæta með dansfélaga. Lilja Guðmundsdóttir kennir.