Street Jazz
Street Jazz er nýjasta æðið í dansheiminum í dag ! Þetta eru rosa skemmtilegir danstímar þar sem dansað er út í eitt. Mikið púl, góð upphitun og meiriháttar mikið fjör 🙂 Tímarnir verða á þriðjud. og fimmtud. kl. 18:00 8-10 ára ára, kl. 19:00 11-15 ára, í Íþróttahúsi Setbergsskóla. Kennarar eru Andrea Sigurðardóttir og Berglind Jónsdóttir.
Nemendasýning og ball í lokin.
Break Dans
Break Dans er kennt á mánudögum kl. 17:00 í Bjarkarhúsinu.
Kennari er Natasha Money Royal. Hún hefur góða reynslu í þessum dönsum, sýnt og kennt Break í mörg ár. Natasha kenndi áður í DÍH og er nú komin aftur til okkar. Aldursflokkur 8-15 ára. 12 vikna námskeið.
Jazzleikskólinn fyrir 3 – 4 ára.
Mjög léttir og þroskandi barnadansar.Farið í leiki, sungið og kennt undirstaðan fyrir almennan dans. Foreldrar eru velkomnir með að sitja inni með börnunum. Kennt á laugardögum kl. 10:30 í Bjarkarhúsinu. Tíminn er í 40 mín. Límmiðar í verðlaun í lok hvers danstíma. Aðalkennari er Auður Haraldsdóttir danskennari ásamt góðu aðstoðarfólki.
Nemendasýning og ball í lokin.
Samkvæmisdansar fyrir börn og unglinga.
Kenndir eru hefðbundnir samkvæmisdansar fyrir byrjendur og framhald.
(Stundatafla gefin út með fyrirvara um breytingar)
Aldursflokkar eru 4-6 ára æfa 1x í viku. Kennt á laugard. kl. 11.15-12.00.
Aldursflokkur 5-9 ára æfa 2x í viku. Kennt á mánud. kl. 17.00-17.50 í FH, Kaplakrika og á laugard. kl. 12.00-12.50 í DÍH Bjarkarhúsinu.
Aldursflokkur 7-10 ára keppnishópur yngri æfir 3x í viku. Kennt á mánud. kl. 18.00 -19.30 í Kaplakrika, miðvikud. kl. 17.00-18.00 og á laugard. kl. 13.00-14.30 í DÍH, Bjarkarhúsinu.
Keppnishópur eldri framhald æfa 4x í viku. Mánud. kl. 18.00-19.30 í Kaplakrika, miðvikud. og fimmtud. kl. 18.00-19.30 og á laugard. kl. 13.00-14.30.
Einkatímar eru bókaðir eftir samkomulagi. Kennarar eru Auður Haraldsdóttir, Helga Dögg Helgadóttir, Nikita og Hanna Bazev, Ástrós Traustadóttir, Sigurður Már Atlason sigurvegari úr sjónvarpsþættunum “Allir geta dansað” ásamt góðu aðstoðarfólki.
Gestakennar: Nico&Sara, Alex&Katya, MaximPetrov ásamt feiri erlendum þjálfurum.
Nemendasýning og ball í lokin.
Para- og einstaklingshópur / Salsa&Latin
8 vikna námskeið.
Salsa&Latin fyrir pör og einstaklinga. Meirháttar gaman, farið vel í grunnsporin. Ekki þarf að mæta með dansfélaga í Salsa&Latin. Kennt á mánudögum í Bjarkarhúsinu. Kl. 18:00-19:00. Salsa&Latin tímarnir eru fyrir byrjendur og lengra komna.
Kennari Margrét Hörn Jóhannsdóttir.