Námskeiðin

Street Jazz

Street Jazz er nýjasta æðið í dansheiminum í dag ! Þetta eru rosa skemmtilegir danstímar þar sem dansað er út í eitt. Mikið púl, góð upphitun og meiriháttar mikið fjör 🙂 Tímarnir verða á þriðjud. og fimmtud. kl. 17:00 6 – 9 ára, kl. 18:00 10 – 12 ára, kl. 19:00 13 – 17 ára í Íþróttahúsi Setbergsskóla. Kennari er Andrea Sigurðardóttir. Nemendasýning og jólaball innifalið.

Break Dance

Break Dance er kennt á miðvikud. og fimmtud. í Bjarkarhúsinu kl. 17:15.
Kennari er Javier Valino. Hann hefur góða reynslu í þessum dönsum og kennt hjá okkur í mörg ár. Javier keppti í sjónvarpsþáttunum Allir Geta dansað. Nemendasýning og ball í lokin. Þau sem hafa verið lengst æfa í sértímum og einnig með þeim sem eru að byrja.

Jazzleikskólinn fyrir 3 – 4 ára.

Mjög léttir og þroskandi barnadansar, farið í leiki, sungið og kennt undirstaðan fyrir almennan dans. Foreldrar eru með í fyrsta tímanum og svo verður nemendasýning og ball í lokin. Kennt á laugardögum kl. 10:20 í Bjarkarhúsinu. Tíminn er í 40 mín. Aðalkennari er Auður Haraldsdóttir danskennari ásamt góðu aðstoðarfólki. Nemendasýning og ball í lokin.

Samkvæmisdansar fyrir börn og unglinga.

Kenndir eru hefðbundnir samkvæmisdansar fyrir byrjendur og framhald. Aldursflokkar eru 4-5 ára, 6-8 ára og keppnishópur barna og unglinga og keppnishópur fullorðinna.Þessir hópar æfa 2x-3x í viku og boðið upp á einkatíma eftir samkomulagi.
Kennarar eru Auður Haraldsdóttir danskennari, Helga Dögg Helgadóttir, Maxim Petrov, Adam Reeve, Nikita Basev og Sigurður Már Atlason sigurvegari úr sjónvarpsþættunum “Allir geta dansað” ásamt góðu aðstoðarfólki.

Hjónahópar / Parahópar

Hjóna- og para hópar, 6 vikna námskeið.
Tjútt – Mambó – Gömlu dansarnir – Partý dansar – Suðuramerískir dansar og Standard dansar.
Byrjendahópur mánud. kl. 19.30 og framhaldshópur mánud. kl. 20.30. Kennt í Kaplakrika, glæsilegum veislusal á vegum FH. Frábærir danstímar þar sem farið er vel í hvern dans fyrir sig.  Kennari Auður Haraldsdóttir ásamt aðstoðarfólki.

Keppnishópar í samkvæmisdansi.

Hægt er að stunda samkvæmisdans sem keppnisíþrótt.
Þau sem eru lengra komin í keppnisíþróttinni æfa 3x – 4x í viku og taka jafnvel fasta einkatíma samhliða hóptímum. Erlendir gestakennarar koma reglulega og kenna þessum pörum og fylgjast með þeim á keppnum erlendis.
Danspör geta keppt á danskeppnum erlendis þegar þau eru komin í efsta þrep í dansi með grunnaðferð.

SALSA, ZUMBA

🧡 NÝTT NÝTT  Zumba kids – 10 skipti kl. 11:00 laugardagsmorgnum. Fyrsti tíminn 3.okt.
❤️OPEN Zumba laugardögum kl. 12:00 Allir saman, börn og fullorðnir – Drop inn timar. Verð: 2.500 kr per tími. Börn undir 12 ára frítt. Greitt á staðnum við innganginn.
❤️Advanced SBK, Salsa, Bachata og Kizomba tímar með Javi fyrir hjón og pör framhald á fimmtud.kl. 19:00 – 21:00 í október.                                                (5 skipti í 2 klst í einu)  Verð: 25.000 á mann.                                                    Eingöngu fyrir framhaldpör.

Salsa Singles.  Ekki þarf að mæta með dansfélaga. 10 vikna námskeið. Kennari Javi Valino úr sjónvarsþáttunum “Allir geta dansað”. Kennt á mánud. og miðvikud. í Bjarkarhúsinu. Kennslan hefst miðvikud. 9. september.