Jazzleikskólinn fyrir 2 – 4 ára. Frítt námskeið.
Mjög léttir og þroskandi barnadansar.Farið í leiki, sungið og kennt undirstaðan fyrir almennan dans. Foreldrar eru velkomnir með að sitja inni með börnunum. Kennt á laugardögum kl. 09.40 og 10:30 í Bjarkarhúsinu. Tíminn er í 40 mín. Límmiðar í verðlaun í lok hvers danstíma. Aðalkennari er Auður Haraldsdóttir danskennari ásamt góðu aðstoðarfólki. Nemendasýning og ball í lokin.
Samkvæmisdansar fyrir börn og unglinga.
Kenndir eru hefðbundnir samkvæmisdansar fyrir byrjendur og framhald. 5-8 ára æfa 2x í viku. Kennt á miðvikud. kl. 16.45 í FH og á laugard. kl. 11.15-12.00 í Björkinni. Keppnishópur yngri æfa 3x í viku. Kennt á mánud. kl. 16.45-17.40 í FH og á fimmtud. kl. 16.45 í FH á laugard. kl. 12.00-12.50 í Björkinni .
Kynningarnámskeið 9-12 ára og 5-8 ára byrjendur fá frítt í samkvæmisdans fram að jólum á laugardögum.
Keppnishópur frh/meistaraflokkur DÍH æfir 4x í viku í tvo klukkutíma í senn. Einkatímar eru bókaðir eftir samkomulagi. Kennarar eru Auður Haraldsdóttir, Adam Reeve, Aron Logi Hrannarsson, Helga Dögg Helgadóttir, Nikita og Hanna Bazev, Ástrós Traustadóttir, Sigurður Már Atlason og Maxim Petrov sigurvegarar í sjónvarpsþáttunum “Allir geta dansað” ásamt góðu aðstoðarfólki. Gestakennar: Nico&Sara og Alex&Katya. Nemendasýning og ball í lokin.
Batchata
með Lilju Guðmundsdóttur á mánudögum í DÍH.
Salsa&Latin með Hönnu Rún.
Kenndir eru fjörugir Latin dansar og hjón og pör. Kennt í 5 vikur. Kennslan fer fram í Bjarkarhúsinu. Byrjendur og framhald. Ladies Style eru hópar fyrir hressar dömur á öllum aldri þar sem kenndir eru Latin dansar.